Byrjunarliðinu var stillt upp til sóknar sem tók ekki nema 31 sekúndu að skila árangri þó að skot Robin van Persie tæki stóran boga eftir að hafa farið í varnarmann og svifi þannig í markið óverjandi fyrir Jaaskelainen. Krafturinn sýndi sig hins vegar næsta kortérið, miðjan miklu mun ákveðnari en hún hefur verið í undanförnum leikjum og breytingarnar því að gefa góða raun. West Ham reyndi að komast inn í leikinn og Lindegaard fékk að verja aðeins en upp úr miðjum hálfleiknum fór United að taka völdin. Jaaskelainen varði nokkur langskot og pressa United jókst en þeir áttu erfitt með að skapa færi. Eins og miðjan var vel mönnuð vantaði vídd í leikinn til að gefa aukna möguleika og teygja á vörninni.Það var helst að Patrice Evra væri að gera skurk á vinstri kantinum. Seinni hluta hálfleiksins voru okkar menn með leikinn á sínu valdi og hleyptu West Ham hvergi áfram. Enda endaði hálfleikurinn þannig að United hafði verið með boltann 70% af leiknum.
West Ham United
Byrjunarliðið gegn West Ham
Byrjunarliðið komið og lítur svona út
Lindegaard
Rafael Smalling Evans Evra
Anderson Carrick Cleverley
Rooney
Van Persie Hernandez
Á bekknum: De Gea, Jones, Ferdinand, Young, Welbeck, Fletcher, Büttner
Ekki ólíkt því sem spá var. Ferdinand hvílir, Carrick ekki og þetta verður dematurinn með Rooney á oddinum. Spennandi!
Lið West Ham: Jaaskelainen, Demel, O’Brien, Reid, Collins, Tomkins, Diame, Nolan, Jarvis, Taylor, Carroll
West Ham í heimsókn á morgun
Eftir enn einn erfiðan leik gegn lélegu liði um helgina er nú komið að því að taka á móti West Ham á morgun, en heil umferð er spiluð núna í miðri viku. Stóri Sámur Allardyce er búinn að vera að gera góða hluti með West Ham í haust, þó að illa hafi farið gegn Tottenham um helgina. Andy Carroll skoraði þar sitt fyrsta mark fyrir West Ham en annars hefur Kevin Nolan verið að sjá helst um markaskorunina hjá þeim.