Nú vitum við að það er einn leikur eftir í vor sem skiptir máli og það er ekki leikurinn á morgun. Úrslit gærdagsins, þegar Chelsea tryggði sér titilinn. þýða líka að þessi leikur skiptir Tottenham Hotspur engu máli, nema jú, þetta er síðasti leikur liðsins á gamla White Hart Lane. Í vetur hefur hluti af nýja leikvanginum risið í kringum þann gamla og á mánudaginn ráðast vinnuvélar á þann gamla og Spurs fer í eins veturs útlegð á Wembley. Að því loknu flytja þeir aftur á nýja 61 þúsund manna völlinn og vonast til að það færi þeim aukin peningavöld. Það kemur í ljós.
Enska úrvalsdeildin