United er komið til Denver
Hm. Vitlaus Denver. En við þekkjum lagið.
Í kvöld mætum við svo AS Roma í fyrsta leik Guinness International Champions Cup, enn einni tilrauninni til að gera fótbolta vinsælan í Bandaríkjunum með að flytja inn vinsæl lið. Og selja nokkrar treyjur. Leikið verður á Íþróttavörubúðarvellinum í Denver, 76 þúsund manna velli í 1600 metra hæð. Skv. alnetinu er enn hægt að fá miða á leikinn, en það er víst of seint að koma sér til Denver. Eftir að hafa rústað meðalslöku liði LA Galaxy sem hefði gefið einhverjum hugmyndir um að skreppa á næsta leik, má búast við erfiðari raun í kvöld.