Nokkrir óvæntir pukntar voru í liðsuppstillingu gestana. Wolves fór í sitt 3-4-3 kerfi með tvo unga leikmenn sem voru að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni, þá Ki-Jana Hoever (18) og Vitinha (20). Einnig byrjuðu þeir ekki með neinn eiginlegan framherja þar sem Fabio Silva byrjaði á bekknum og Jimenez frá vegna höfuðkúpubrots. Einnig kom á óvart þegar leikurinn hófst að Saiss spilaði í miðri vörn úlfana í stað Coady sem iðulega hefur leikið þar. Sennilega ræðst það af því að Nuno Santo vildi spila með vinstri fóta mann vinstra meginn og hægri fótarmann hægra meginn. Coady var eini tiltæki réttfætti miðvörður úlfana í kvöld.
Wolves
Portúgalinn gegn portúgölunum
Þá er komið að síðasta leik Manchester United á þessu fordæmalausa ári 2020. Leikur númer 56 í öllum keppnum og 33. leikur í ensku úrvalsdeildinni. Við ljúkum árinu á Old Trafford gegn Wolves. Lið sem okkar mönnum hefur gengið illa með að leggja að velli. Síðan að Wolves snéri aftur í deild þeirra bestu á Englandi haustið 2018 hafa liðin mæst sjö sinnum bæði í deild og bikar. Af þeim leikjum vann United einn leik sem var endurtekinn bikarleikur sem spilaður var í janúar á þessu ári. Annars hafa úlfarnir sigrað tvo leiki og hinir fjórir leikirnir endað með jafntefli. Því má búast við erfiðum leik fyrir okkar menn gegn mjög svo óárennilegum úlfum.
Úlfarnir enn á ný.
Janúar er ekki enn búinn þegar þessi orð eru skrifuð sen samt mætum við Wolverhampton Wanderers í þriðja skipti á árinu á morgun. Það er ekki nema von að hér á skerinu hafi verið talað um hinn endalausa janúar.
En það skýrist auðvitað einfaldlega af því að United þurfti tvo leiki til að komast framhjá Wolves í þriðju umferð bikarkeppninnar. Á morgun mætast liðin aftur á Old Trafford, rúmum tveimur vikum eftir sigurinn í aukaleiknum þar. Sá sigur var dýrkeyptur því þegar Ole Gunnar reyndi að vinna leikinn með að setja Marcus Rashford inná gekk hann endanlega frá bakinu á sér og verður frá fram á vor
Wolves 0:0 Manchester Utd
Þessi leikur var ekkert sérstaklega góð skemmtun. Liðsuppstillingin var áhugaverð blanda af yngri og svo eldri reyndari leikmönnum. Þessi 4-2-3-1 taktík er ekki gera okkur neina greiða. Aðallega vegna þess að það er engin almennilega „tía“ í liðinu. Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi af United hálfu. Það hefði líklega verið hægt að dæma víti á Dendoncker þegar hann setti fótinn fyrir Brandon Williams inní teig en það virðist ekki vera nóg til að fá dæmt brot. Undir lok fyrri hálfleiksins varð Harry Maguire fyrir meiðslum og var haltrandi fram að hálfleik. Staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfeiks var markalaus þökk sé Sergio Romero sem átti góða vörslu fyrr í hálfleiknum.
Bikarleikur á Molineux vellinum
Manchester United heimsækir Wolverhampton Wanderers annað kvöld í 8-liða úrslitum FA bikarsins. Síðast þegar liðin mættust í september síðastliðnum þá endaði leikurinn í jafntefli þar sem Fred skoraði sitt eina mark fyrir United, að minnsta kosti hingað til. Gengi United frá því að Solskjær tók við því hefur verið framar öllum vonum og þetta tap gegn Arsenal í síðasta leik ætti ekki að mikil áhrif nema sem góð lexía fyrir lið og stuðingsfólk Manchester United.