Auðvitað þarf þetta fjandans lið alltaf að taka tvö skref áfram og eitt afturábak. Eftir fyrri hálfleik sem var skítsæmilegur leiddi United 1:0 eftir mark frá Fred sem Pogba lagði upp með frábærri sendingu. Úlfarnir voru samt liðið sem fékk færin og kom því mark United svolítið gegn gangi leiksins. En við kvörtum ekki ekkert yfir því.
Seinni hálfleikurinn fór svo sem ágætlega af stað en innst inni vissi maður hálfpartinn að United myndi klúðra þessu einhvern veginn því að liðið er gjörsamlega ófært um að eiga góðan seinni hálfleik. Það mark kom vissulega Moutinho sem var alveg óvaldaður setti boltann viðstöðulaust í samskeytin, alveg óverjandi fyrir De Gea. Mourinho gerði þrjár skiptingar í seinni hálfleiknum en þeir Martial, Mata og Andreas Pereira kom inn fyrir Fred, Alexis og Jesse Lingard. United fór í háu sendingarnar framávið síðustu mínúturnar en það skilaði engum árangri og áttu gestirnir betri færi til að vinna leikinn með skyndisóknum en De Gea bjargaði í rauninni stiginu í dag.