Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hinn magnaði og ótrúlegi Zlatan sé leikmaður mánaðarins. United liðið er búið að vera á blússandi siglingu í mánuðinum. Deildarbikarúrslitaleikurinn gegn Southampton var slakasti leikur liðsins í mánuðinum en þökk sé Zlatan þá vannst sá leikur og bikar kominn í hús.
Zlatan Ibrahimovic
Manchester United 3:2 Southampton – deildarbikarmeistarar 2017
Eftir gríðarlega erfiðan úrslitaleik, þar sem Southampton mætti bæði vel stemmt og skipulagt inn í leikinn, náði Manchester United að landa sigri og vinna fyrsta bikarinn sem í boði var á þessu tímabili. Þar með varð José Mourinho fyrsti knattspyrnustjóri í sögu Manchester United sem vinnur titil á sínu fyrsta ári. Manchester United var á löngum köflum lakari aðilinn í leiknum en náði samt að seiglast í gegnum leikinn án þess að lenda undir. Að lokum voru það gæðin og hungrið í einum manni, Zlatan Ibrahimovic, sem skildu liðin að.
Blackburn Rovers 1:2 Manchester United
Þetta var leikurinn þar sem Mourinho setti loksins alvöru rótasjón í gang. Pogba og Zlatan fóru á bekkinn, De Gea fékk alveg frí og Rashford fékk framherjastöðuna. Darmian og Young komu í bakvarðastöðurnar og Luke Shaw fékk að setjast á bekkinn.
Varamenn: Henderson, Bailly, Shaw, Schweinsteiger, Pogba, Mata, Ibrahimovic
Á pappírnum virkaði þetta eins og framlínan væri mjög hröð en það sást lítið til þess fyrstu mínúturnar, utan ein rispa Lingard upp kantinn sem endaði í vandræðagangi hans og Mkhitaryan uppi við teig.
Manchester United 3:0 Saint-Étienne
Manchester United sigraði Saint-Étienne með þremur mörkum gegn engu í leik sem United liðið spilaði ekki sinn besta leik á tímabilinu. Strax í byrjun leiks virkaði vörnin mjög óstýrk og Eric Bailly hefur litið betur út en hann gerði í þessum leik. United liðið sótti mikið en var mjög viðkvæmt fyrir skyndisóknum franska liðsins. Sprækastur þeirra var án efa Henri Saivet sem er á láni frá 1.deildarliði Newcastle United. Enn einu sinni var færanýtingin ekki alveg nógu góð og leit Ruffier markvörður Saint-Étienne út fyrir að vera í hærra gæðaflokki en hann raunveruleg er.
Podkast Rauðu djöflanna – 31. þáttur
Maggi, Björn Friðgeir og Tryggvi Páll settust niður til að ræða frammistöðu United síðustu vikurnar, framtíð Wayne Rooney, stöðu Anthony Martial og Luke Shaw og möguleikana á því að næla í Meistaradeildarsæti.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: