Þegar liðið kom var það fyrsta sem hjó að hvorki Luke Shaw né Wayne Rooney voru í hóp og var það nóg til að fá fólk til að ræða hvort það þýddi hreinlega að tími þeirra hjá United væri að líða undir lok. Það er langt til vors, en styttra þangað til markaðurinn í Kína lokar og þetta kemur í ljós. En þegar flautað var til leiks kom uppstillingin í ljós og kom meira á óvart. Mourinho var ekki að setja Rashford á kantinn eins og við héldum heldur var þetta einfaldlega fjórir-fjórir-tveir upp á gamla mátann. Þessi tilraun entist samt ekki lengi eins og fram kemur að neðan og meginhluta leiksins var því um 4-2-3-1 að ræða.
Zlatan Ibrahimovic
Manchester United 0:0 Hull City
Liðið sem átti að vinna botnlið Hull City leit svona út í kvöld:
Varamenn voru Sergio Romero, Smalling, Young, Lingard, Rooney, Martial og Mata
Fyrri hálfleikurinn var dapur en ekki hræðilegur, það var hins vegar verulega mikið sem vantaði upp á bitið í sókninni. Hraðinn var aldrei mikill og Hull vörnin var þétt fyrir og vel skipulögð. Það var í raun ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að Zlatan átti hælsendingu á Pogba sem var í þokkalegu færi í mann í sér og náði ekki að skora.
Manchester United 1:1 Liverpool
Lið United var eins og ég spáði í gær, bæði Zlatan og Marcos Rojo leikfærir. Lið Liverpool var ekki eins heppið. Matip var ekki með þar sem leikheimild frá FIFA vegna fjarveru hans frá Afríkukeppninni lá ekki fyrir, Coutinho var ekki orðinn nógu góður nema til að vera á bekknum og Clyne meiddist á æfingu í gær. Trent Alexander-Arnold er 18 ára leikmaður sem Wikipedia segir miðjumann en spilaði í hægri bakverðinum móti Plymouth um síðustu helgi með hinum unglingunum og var í sama hlutverki í dag.
Liverpool slagur sem aldrei fyrr
Á morgun mætir Liverpool á Old Trafford í einhvern æsilegasta slag við höfum séð í þó nokkur á milli þessara liða. Það þarf sjaldnast aukið krydd í þessa leiki en nú er svo sannarlega nóg af því. Liverpool kemur í heimsókn sem liðið í öðru sæti, að vísu fimm stigum á eftir Chelsea en eftir sprengifréttir gærdagsins um að allt hafi farið í hund og kött milli Antonio Conte og Diego Costa hjá Chelsea vegna þess að sá síðarnefndi sé hrifinn af tilhugsuninni um 600 þúsund punda vikulaun í Kína og hafi verið settur út úr liðinu þá þarf enginn að horfa á þau fimm stig og halda að þau séu einhver sérstök hindrun.
Zlatan Ibrahimovic er leikmaður desembermánaðar
Zlatan Ibrahimovic var valinn leikmaður desembermánaðar af ykkur kæru lesendur. Svíinn fékk yfirburðarkosningu og sáu Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan aldrei til sólar. Zlatan var virkilega frábær í desember síðastliðnum sem og United liðið allt. Yfirburðir Zlatan í þessari kosningu komu aðeins á óvart því að Mkhitaryan og Pogba áttu einnig frábæra leiki fyrir Manchester United. Vonandi getur liðið byggt á þessari frammistöðu og átt einnig frábæran janúarmánuð.