Vitað var fyrir viðureign kvöldsins að Manchester United myndi komast áfram í keppninni svo framarlega sem að liði myndi ekki tapa gegn Zorya Luhansk. Heimaliðið var ekki búið að tapa heimaleik í keppninni en leikirnir við Fenerbahce og Feyenoord fóru báðir 1:1.
United hinsvegar hafði gengið hrikalega á útivelli í keppninni en 1:0 tap gegn Feyenoord og 3:1 tap gegn Fenerbahce voru staðreynd. Það var því alls ekki gefið að liðið myndi koma frá þessum leik með einhver stig.