Björn Friðgeir Björnsson
Tölvunarfræðingur með vafasama fortíð (les: fv. bankastarfsmaður). Daðraði við önnur lið sem barn, en var orðinn nógu harður United maður til að gráta í klukkutíma eftir að bikarúrslitaleikurinn 1976 tapaðist. Þreytti þorrann og góuna eins og aðrir United menn á mínum aldri, með hverri falskri vorglennunni á fætur annarri þangað til sjálfur sólguðinn Sir Alex breytti vetri rauna vorra í sumardýrð.
Uppáhalds leikmaður: Eric Cantona
Uppáhalds núverandi leikmaður: David de Gea.
Uppáhalds mark: Mark Hughes gegn Spáni… það má ekki?
Mikilvægi: Ole Gunnar Solskjær. Vildi bara ég hefði actually séð það þarna ofan úr rjáfri.
Fegurð: Cristiano Ronaldo gegn Arsenal, undanúrslit Meistaradeildarinnar 2009
Twitter: @bjornfr
Friðrik Már Ævarsson
Húsasmiður og Cand. Psych. nemi við Háskóla Íslands.
Reykvíkingur og Valsari með meiru. Ég byrjaði ungur að fylgjast með rauðu djöflunum en sökum gífurlega lítils fótboltaáhuga innan fjölskyldunnar sá ég minna af honum en ég vildi. Ég hef haldið með United frá því að danski múrarinn lokaði markinu, líklega hefur sá áhugi byrjað þar þar sem ég var sjálfur að æfa mark í yngri flokkum. Auðvitað átti maður neon-gula United markmannspeysu til að líkjast idolinu og ekki skemmdi fyrir hve United gékk vel á þessum árum. Þegar ég svo óx og dafnaði jókst áhuginn samhliða því enda dæmi um afburðagóða dómgreind að halda með United.
Uppáhalds leikmaður: Peter Schmeichel
Aðrir í uppáhaldi: Edwin van der Saar, Juan Mata, Cristiano Ronaldo, Eric Cantona, Carlos Tevez, Patrice Evra, Paul Pogba og David de Gea.
Uppáhalds núverandi leikmaður: Marcus Rashford
Uppáhalds mörk: Sigurmark M. Owen gegn Man City, D. Berbatov bakfallsspyrnan gegn Liverpool, Volley-sleggjan hans Paul Scholes, Patrice Evra gegn Bayern í Meistaradeildinni og auðvitað W. Rooney gegn Man City.
Twitter: @Fridrik85
Halldór Marteinsson
Ég er upplýsingafræðingur og grúskari á fertugsaldri.
Ég var ekki orðinn mjög gamall þegar ég vissi að frændur mínir héldu með Manchester United. Mér fannst þeir mjög töff og því varð Manchester United mjög töff líka. Ekki skemmdi fyrir þetta flotta viðurnefni, Rauðu djöflarnir. Það hljómaði bara svo rétt. Svo sá ég stóran, ljóshærðan og rauðnefjaðan Dana í litríkum markmannstreyjum og með Reusch markmannshanska. Hann varði bolta með þvílíkum tilþrifum, gargaði á menn og gat grýtt boltanum framyfir miðju. Þá var ekkert aftur snúið, Manchester United festi sig rækilega í sessi sem mitt uppáhalds lið og ég bað um Reusch hanska í jólagjöf.
Uppáhalds leikmaður: Peter Schmeichel
Aðrir í uppáhaldi: Giggs, Scholes, O’Shea, van der Sar, Cantona, Keane, Carrick, Fellaini og Fletcher
Uppáhalds núverandi leikmaður: Ég keyri Harry Maguire vagninn og hef gert frá því löngu áður en sá frábæri leikmaður mætti til Manchester United. Svo er ekki hægt annað en dýrka dr. Marcus Rashford MBE, innan sem utan vallar.
Uppáhalds mörk: „…and Solskjaer has won it!“ Það er nóg fyrir mig að skrifa þessi orð til að fá gæsahúð. Önnur góð eru t.d. Scholes vs. Barcelona, sigurmark O’Shea á Anfield, Keane vs. Juventus, Ronaldo vs. Porto, þegar Wes Brown skoraði með bakinu gegn Liverpool og mörg, mörg fleiri.
Twitter: @halldorm
Magnús Þór Magnússon
Held að að ég hafi alltaf haldið með Man Utd, en vissi það fyrir víst vorið ’95, Liverpool var að vinna Blackburn og United þurfti bara eitt mark gegn West Ham til að vinna titilinn. Það tókst ekki og ég var í fýlu fram á næsta haust.
Frá því fór ég að verða dyggari stuðningsmaður með hverju tímabilinu og fjárfesti í ófáum treyjum merktum liðinu. Sem betur fer verður maður ekki oft fyrir sömu vonbrigðum og sumarið ’94, nema kannski sumarið 2012. UPPFÆRT: 2013-14 gerðist aldrei!
Uppáhalds núverandi leikmaður: Matteo Darmian og Ander Herrera
Uppáhalds fyrrverandi leikmaður: Peter Schmeichel, Ryan Giggs og Paul Scholes
Uppáhalds mörk: Ryan Giggs vs Arsenal FA cup ’99, David Beckham frá miðju vs Wimbledon ’96, Cristiano Ronaldo vs Porto í Meistaradeildinni og að sjálfsögðu vippan frá Eric Cantona gegn Sunderland.
Twitter: @magnusthor82
Elvar Örn Unnþórsson – ritstjóri emeritus
Tölvunarfræðingur sem fór til Danmerkur í mastersnám við DTU háskólann, kláraði námið og eyðir nú öllum sínum tíma í að gera „eitthvað annað“ eða með öðrum orðum: forrita tölvuleiki.
Hef verið stuðningsmaður United frá því ég var lítill polli eða síðan ég sá kónginn Eric Cantona skora sigurmark United gegn Liverpool í FA bikarnum með stórglæsilegu marki. Eftir það var ekki aftur snúið.
Uppáhalds leikmaður: Eric Cantona
Uppáhalds núverandi leikmaður: Wayne Rooney
Uppáhalds mörk: Cantona vs. Liverpool ’96, Giggs vs. Arsenal ’99 & Nani vs. City ’11
Twitter: @ellioman